[IS] Queer Situations er bókmenntahátíð sem leggur áherslu á hinsegin bókmenntir í fleiri en einum skilningi: Bækur höfunda sem skilgreina sig sem hinsegin en einnig bókmenntir sem falla út fyrir meginstrauminn (sem kannski er flæðandi).

Hinsegin bókmenntasena á Íslandi er ótrúlega fjölbreytt miðað við höfðatölu og það þarf að hlúa að henni. Hún þarf á vettvangi að halda, þar sem henni er gert hátt undir höfði. Hún þarf á því að halda að vera tekin út fyrir sviga og skoðuð og rædd á sínum forsendum.

Almenn bókmenntamenning á Íslandi græðir ennfremur á því að tengjast alþjóðlegum vettvangi innan hinsegin bókmennta. Queer Situations leggur þess vegna ríka áherslu á að bjóða erlendum höfundum til landsins, til að brjóta upp og opna umræðu um hinsegin bókmenntir á Íslandi. Bókmenntum og umræðu af öllum toga til heilla.

Við stofnuðum hátíðina til þess að leita að nýju jafnvægi í bókmenntaumræðu og til þess að skapa olnbogarými fyrir bækur skrifaðar af hinsegin höfundum sem ekki skrifa í hefðbundin form.

Hinsegin raddir eru viðkvæmar, brothættar og hafa átt undir högg að sækja undanfarin misseri. Það er mikilvægt að hlúa vel að umgjörð í kringum þær, draga þær fram og hlusta.

Á hátíðinni er lögð er áhersla á inngildingu og aðgengi. Markmiðið er að efla þátttöku og framlag hóps innan bókmenntanna, sem á frekar aðgang að hljóðnemanum í öðru samhengi, eða er dreginn fram til hátíðarbrigða. Þess vegna viljum við ekki að hátíðin verði hluti af öðrum hinsegin hátíðum, heldur fái frekar að njóta sín sem einstakur bókmenntaviðburður, í samtali við aðra slíka.

Samstarf

Hátíðin er alþjóðleg og byggir á alþjóðlegu samstarfi, sem og samstarfi við lykilstofnanir í íslensku lista- og bókmenntalífi. Þar má nefna Miðstöð íslenskra bókmennta, Reykjavíkurborg, Bókmenntaborg UNESCO, Menning í Kópavogi og Borgarbókasafnið. Erlendir styrktaraðilar eru Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn og Dansk-íslenski samstarfssjóðurinn


[EN] Queer Situations is a literary festival that focuses on queer literature in more than one sense: books by authors who identify as queer, but also literature that falls outside the mainstream (which perhaps is constantly changing).

The queer literary scene in Iceland is incredibly diverse compared to the number of inhabitants, and it needs to be nurtured. It needs to be picked up and examined, and discussed on its own terms. It needs a platform. The Icelandic literary scene in whole will also benefit from being connected to the international queer literature scene.

Queer Situations therefore puts a lot of emphasis on inviting foreign authors to the country, in order to open up the discussion about queer literature in Iceland. And discussions in whole.

Queer voices are vulnerable, fragile and have faced a serious backlash in the last years. It is important to take care of the setting around them, sharpen the focus and listen.

The festival focuses on inclusion and accessibility. We aim to promote the participation and contribution of a group within the literature, which has limited access to the microphone in other contexts, or is sometimes brought to the scene for decoration. That is why we do not want the festival to become part of other queer festivals, but rather to stay a unique literary event, in conversation with other literary festivals.

Partnership

The festival is international and is based on international cooperation, as well as cooperation with key institutions in the Icelandic culture. These include the Icelandic Literature Center, the City of Reykjavík, Reykjavík UNESCO City of Literature, Culture in Kópavogur (MeKó) and Reykjavík City Library. Foreign sponsors are Svensk-isländska samarbetsfonden (The Swedish-Icelandic fund for cooperation) and Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde (The Danish-Icelandic fund for cooperation).

Hver erum við?

Á bak við hátíðina Queer Situation standa rithöfundarnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Eva Rún Snorradóttir. Þær fengu til liðs við sig hönnuðinn Elías Rúna og saman mynda þau teymið sem stendur á bak við hátíðina, auk hóps sjálfboðaliða.

Halla Þórlaug [hún] hefur unnið sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1, stýrt menningarþáttunum Víðsjá, Tengivagninum og Bók vikunnar, auk þess að sinna umfjöllun um barna- og unglingabækur í þættinum Orð um bækur. Hún er með BA gráðu í myndlist og MA gráðu í ritlist. 

Árið 2021 hlaut hún ljóðaverðlaunin Maístjarnan fyrir bókina Þagnarbindindi.

Auk hennar hefur Halla Þórlaug skrifað barnabók, sviðsverk og útvarpsleikrit.

Eva Rún [hún] er sviðslistakona og ljóðskáld. Hún hefur um árabil starfað með sviðslistahópunum Kviss búmm bang og 16 elskendur.

Árið 2019 hlaut hún ljóðaverðlaunin Maístjarnan fyrir bókina Fræ sem frjóvga myrkrið.

Auk hennar hefur hún sent frá sér tvær aðrar ljóðabækur og eitt smásagnasafn. Hún vinnur nú að skáldsögu sem væntanleg er haustið 2024.

Elías Rúni [hann] er myndhöfundur og grafískur hönnuður með BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og diplómur í myndasögum frá ÉESI í Angoulême og teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hann hefur skrifað og myndlýst fjölda bóka á síðustu árum og hlotið ýmsar tilnefningar fyrir verk sín, svo sem tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi, tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar og var valinn á Heiðurslista IBBY árið 2023.