[IS] Í undirbúningi hátíðarinnar Queer Situations varð til hliðarverkefni, sem snýr að því að mynda hinsegin tengslanet rithöfunda. Það verkefni er styrkt af Norræna menningarsjóðnum.

Markmið tengslanetsins er að efla tengsl skrifandi hinsegin fólks á Norðurlöndunum, auka samstarf og einfalda aðgengi þeirra á milli. Í tengslanetinu verða rithöfundar, blaðamenn, ljóðskáld, leikskáld, sviðshöfundar, fræðifólk, teiknimyndahöfundar, handritshöfundar o.s.frv.

Á tímum þar sem hinsegin menning og hinsegin fólk almennt á undir högg að sækja, viljum við efla samtakamátt og standa saman. Vita hvert af öðru. Við viljum líka vera leiðarljós fyrir hinsegin fólk annars staðar í heiminum sem býr ekki við sömu kjör og við þó höfum enn á Norðurlöndunum.


[EN] During the preparation of the Queer Situations festival, a side project was created: The Nordic Network of Queer Writers. That project is funded by The Nordic Culture Fund.

The goal of the network is to strengthen the relationship between queer writers in the Nordic countries, aiming for more cooperation and accessibility. The network will include writers, journalists, poets, playwrights, playwrights, academics, animators, screenwriters, etc.

In a time where queer culture and queer people in general are under attack, we want to strengthen the power of unity and stand together. Know each other. We also want to be a beacon for queer people in other parts of the world who do not enjoy the same human rights as we still have in the Nordic countries.

Vilt þú taka þátt í Hinsegin tengslaneti rithöfunda? Hafðu samband.

Want to join the Nordic Network of Queer Writers? Contact us.